Friday, September 12, 2008

Svarthol Alheimsins

Helstu afrek síðan síðast, í tímaröð:

-Fór í fyrsta saxófóntímann í 2 ár.
-Spilaði á fyrstu lúðrasveitatónleikum vetrarins.
-Glataði veskinu mínu með undarlegum hætti.
-Pantaði flug heim í jólafrí.
-Fór í fyrsta tónsmíðatímann hjá nýja kennaranum.

Allt var þetta hið ágætasta mál, nema að glata veskinu. Nú er það sennilega í Svartholi Alheimsins með öllu hina týnda dótinu. Ef heimurinn myndi skyndilega detta í þetta margumrædda svarthol, myndi það þá ekki bara þýða að við fyndum allt dótið sem hefur lent þangað? Ég er allavega mjög fylgjandi að vísindamenn reyni að finna svartholið og allt dótið sem þar er. Ef þeim tækist það, þá ætti ég mörg veski. Og Sóley ætti marga bakpoka. Og Einar og Anna Guðný ættu marga lykla að húsinu sínu. Og svo framvegis.

Þetta yrði semsagt hið besta mál.