Monday, October 31, 2005

Vikan sem leið.....

.....var undarleg að flestu leyti.
Internetsamband hefur verið með minnsta móti.
Á mánudagskvöldið spilaði ég á flösku UPPí tré í klukkutíma í 10 stiga frosti. Það var þvílíkt stuð.
Á þriðjudaginn flutti nýja stelpan inn í Hús E. Hún spilar á fiðlu og lágfiðlu.
Á miðvikudagskvöldið voru undarlegir tónleikar hér í skólanum. Nokkrir Ástralir sáu um þá skemmtan. Þetta var auglýst sem nútímatónlist, en samt voru þarna lög inná milli. Textarnir fjölluðu m.a. um skítuga geimveru, kýr í Texas og egg utan úr geimnum sem olli heimsendi. Á þessum sömu tónleikum var glerplata einnig notuð sem sólóhljóðfæri (reyndar tengd við tölvu sem skynjaði hreyfingar, held ég). Í því atriði kom einnig við sögu slatti af blóði þegar flytjandinn nuddaði glerplötunni svo fast við andlitið að hún brotnaði. Já, afar áhugaverð nálgun á tónlist myndi ég segja.
Á miðvikudaginn fór Berglind til Parísar að kaupa klarinett. Það tókst vel hjá henni, hún fann víst alveg frábært klarinett. En þessi Parísarferð hennar endaði óvænt á Íslandi, þar sem hún mun dvelja næstu vikurnar. Þannig að það mun fara lítið fyrir íslenskri tungu hér í skólanum á næstunni.
Um helgina fengum við auka klukkutíma þannig að nú er ér bara einum klukkutíma á undan.