Fjölskyldudagurinn
er á laugardaginn. Þá koma pabbar, mömmur og aðrir fjölskyldumeðlimir nemenda í heimsókn til að sjá hvað krakkarnir eru búnir að vera duglegir það sem af er vetri. Að þessu tilefni eru u.þ.b. milljón tónleikar hér í skólanum og næsta nágreni á föstudagskvöld og laugardag. Ykkur er velkomið að kíkja við ef þið eigið leið hjá.
Það snýst semsagt allt um þetta þessa vikuna. Flækjast um næsta nágreni til að vera á generalprufum á öllum þessum milljón tónleikum á réttum stöðum. Er engan vegin með það á hreinu hvaða tónleikar eru hvenær, eða hvar á að syngja og hvar á að spila á hljóðfærin sín. Veit bara að þetta er of margt til að ég ráði við að muna þetta allt.
Er farin að hallast að því að Útlendingar eigi oftar afmæli en Íslendingar. Það eru allavega búin að vera skuggalega mörg afmæli í Húsi E síðan skólinn byrjaði. Og það eru afmæli bæði í dag og á morgun. Til hamingju með það Espen og Bente. Það mest pirrandi við þessa útlensku afmælisdaga er að þá eiga allir að vakna eldsnemma og syngja afmælislag fyrir afmælisbarnið (og svo virðist sem hér séu í notkun óendanlega mörg afmælislög, er búin að heyra a.m.k. 3). Sem betur fer á ég ekki afmæli á skólatíma. Ég vil sko sofa eins lengi og ég vil á mínu afmæli, og finnst það alveg lágmarks tillitssemi að fólk sé ekki að vekja mann eldsnemma einmitt þann dag. Annars er ágætt þegar maður er vaknaður svona eldsnemma á afmælisdögunum og búinn að syngja afmælislag. Þá myndast hálfgerð partýstemming í Húsi E.
Það er búið að vera myrkur og rigning hér í útlandinu síðustu dagana en það birti loksins í dag, einni stelpu í Húsi E til mikillar undrunar. Hún leit út um gluggann í morgun og sagði í forundran: “Nei, hva, bara bjart úti í dag!”
Gleðilegan nóvember!
<< Home