Kæru Íslendingar
Ég mæli eindregið með því að klukkan verði færð fram um einn tíma yfir vetrarmánuðina eins og gert er í nágrannalöndunum. Held að þetta gæti lækkað þunglyndislyfjakostnað Íslendinga til muna.
Helsti kosturinn við þetta fyrirkomulag er að það er orðið nokkuð bjart eldsnemma á morgnana. Á móti kemur nátttúrulega að kvöldið verður ansi langt. En það getur nú bara verið gaman að því.
Aðalmálið er þetta: Það er ekki bara bjart úti akkúrat meðan allflestir eru í vinnunni heldur líka þegar fólk er á leiðinni í vinnuna (og jafnvel þegar það vaknar á morgnana).
Veit einhver af hverju klukkunni er ekki breytt einmitt í landinu þar sem fólk þarf kannske mest á því að halda?
Jæja. Best að farað leyta að hljóðfæri til að spila á í þessari blessuðu stórsveit (tenór-sax). Eina æfingin sem ég fæ með bandinu er nefnilega í fyrramálið.
Gaman að því hvað maður er eitthvað afslappaður þessa dagana. En til hvers að vera að stressa sig? Þetta fer aldrei verr en illa.
<< Home