Wednesday, January 25, 2006

Tónleikaferðir

Það er búið að vera mjög rólegt og gott í skólanum síðustu dagana. Það voru næstum allir á tónleikaferðalagi. En nú eru allir komnir aftur. Fyrstu fréttir af þessum tónleikaferðalögum eru þær að það hafi verið “gaman en MJÖG þreytandi”. Semsagt alltof mikið af tónleikum og rútuferðum. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ferðir á öldurhús virðast ekki vera bannaðar á slíkum ferðalögum á vegum skólans. Það gæti þá verið að þetta verði bara gaman eftir allt saman.

Á morgun eru undirbúningstónleikar fyrir tónleikaferðalagið sem byrjar á sunnudaginn (með 10 tíma rútuferð!). Það verður vonandi gaman. Er búin að komast að því að við erum bara að fara að keyra svona 500 kílómetra (svipað langt og Reykjavík-Akureyri). Ástæðan fyrir að þetta tekur svona langan tíma er að það er bara 50 km hámarkshraði eiginlega alla leiðina. Spurning hvort það sé ekki bara fljótlegra að labba þetta. Maður getur nú labbað ansi hratt.