Að búa til vélar
Í dag máttum við velja okkur “tónfræðagreinahóp”. Í boði voru hópar þar sem lagt var stund á; kennslufræði, listasögulegt yfirlit 20. aldar með tilliti til ýmissa sögulegra atburða, hljómfræði/slagverksdót, listina að hlusta á tónlist (og talað mál) og að búa til vélar.
Ég valdi að búa til vélar. Og hvað gerir maður í hóp sem býr til vélar? Jú, maður getur búið til litlar vélar sem gera lítið, stórar vélar sem gera mikið og meðalstórar vélar sem gera ekki neitt. Þetta var verkefnalýsingin á hópnum sem ég valdi. Segir manni nákvæmilega ekki neitt, en þetta var það sem ég gerði í dag. Bjó til vélar. Aðallega frekar litlar vélar sem gerðu smá. Í næstu viku get ég kannski búið til stóra vél. Það væri nú gaman.
<< Home