Monday, February 13, 2006

Lúdó

Spilaði Lúdó í tvo tíma á laugardagskvöldið. Ótrúlega skemmtilegir og gefandi tveir tímar. Og ég vann! Hélt reyndar að eitt Lúdó-spil gæti ekki tekið svona langan tíma, en jú. Eitt spil af Lúdó getur varað leeengi. Í gær var svo Trivial –kvöld í Húsi E. Hús 9 kom í heimsókn og spilaði Trivial við okkur í rúma 3 tíma. Held ég sé alveg komin með nóg af hvers konar spilum í dáldinn tíma.

Annars er merkilega lítið um að vera þessa dagana. Bara kalt úti (svona 20 stig í mínus) og flestir staðnir upp úr veikindum sýnist mér.

Svo eru víst prufuspil/viðtöl bráðum. Verst að ég veit eiginlega ekkert hvenær. En það kemur nú vonandi bráðum í ljós. Nenni bara ekki að spurja eftir upplýsingum sem eiga að koma upp í hendurnar á manni sjálfkrafa. En ég er allavega búin að fá heimaverkefnishlutann af inntökuprófinu í Osló. Sniðugt fyrirkomulag að hafa svona heimainntökupróf.