Saturday, February 18, 2006

Í helgarfríi

Nú er langt helgarfrí sem mér (og fleirum í Húsi E) tókst að skipuleggja svo vel að það varð næstum of mikið að gera.

Fór í trommutíma í gær og lærði nokkur “trommugrúv”. Horfði á ótrúlega langa bíómynd í gærkvöldi. Í allan dag er ég búin að vera að gera heimainntökuprófið fyrir skólann í Osló. Er bara alveg að verða búin að þessu. Ætla að reyna að klára þetta fyrir þriðjudaginn (fresturinn til að skila þessu er reyndar ekki fyrr en 8. mars). Já, svona er maður nú tímanlega í hlutunum.

Í kvöld hyggjast flestir þeir nemendur skólans sem eru á svæðinu flykkjast á öldurhús bæjarins. Það verður nú gaman.