Monday, February 27, 2006

Íþróttapartý

Í gær var íþróttapartý í skólanum. Þar sem við Berglind erum bara tvær í skólanum þá verðum við auðvitað að prófa allt dótið sem við höfum ekki prófað áður. Fórum smá í borðtennis, en eyddum mestöllu kvöldinu í að spila pool. Það er skemmtilegur leikur. Það var sérlega skemmtilegt vegna þess að við vorum báðar álíka góðar (lesist: MJÖG lélegar) í pool. Erum búnar að finna það út að þessir þúsundir fermetra sem við höfum til umráða eru alls ekkert svo stórt svæði fyrir okkur tvær. Bara mjög passlegt. Ótrúlegt að það skuli 150-200 manns komst hérna fyrir að öllu jöfnu.

Annars er þetta vetrarfrí að líða eins og flest önnur frí. Er að sofa u.þ.b. hálfan sólarhringinn og er hálfsofandi hinn helminginn af sólarhringnum. Mjög ljúft og afslappandi. Er akkúrat núna að hlusta á tónlist sem maður verður pottþétt geðveikur af að hlusta á lengi. Lag sem breytist ekkert í svona hálftíma, þá breytist smá (minimalismi). Passar ágætlega við ástandið þessa dagana, en ábyggilega ekki hollt fyrir andlega heilsu. Er alveg að verða að grænmeti.

Er að fara til Svíþjóðar á miðvikudaginn. Það verður gaman.