Átt þú ostabókina?
Komin heim frá Svíþjóð.
Öll ferðalög ferðarinnar gengu ótrúlega vel. Engar miklar seinkanir á lestum, en ég held að lestin okkar hafi klesst á eitthvað stórt á leiðinni til Svíþjóðar. Hún var allavega mjög illa farin á trýninu þegar við komum á leiðarenda.
Annars var þetta bara svona ferðalag. Mæli ekkert sérstaklega með því að ferðast til köldu landanna um miðjan vetur, því þar getur verið kalt. Ef þið hins vega hafið gríðarlegan áhuga á að upplifa hríðarbyl og skítakulda í öðru landi, þá er þetta algerlega málið.
Kom á óvart hvað það er mikið af hauskúpubúðum í Gautaborg (búðum sem selja dót með myndum af hauskúpum). Keypti bol í einni slíkri búð þar sem afgreiðslumaðurinn var á að giska 10 ára. Hlýtur að vera ansi kúl að vera 10 og vinna í hauskúpubúð.
Að öðru.
Á einhver þarna úti ostabókin (Hver tók ostinn minn?) á íslensku og er tilbúin/n til að lána mér hana til Noregs á næstunni?
<< Home