Í dag kom rigning
Þá gat ég verið inni að læra. Svo kom sól. Og ég hélt áfram að vera inni að læra. Sko bara hvað ég er dugleg. Þessi verkefni eru ekkert svo mikið mál. Aðalmálið er að byrja á þeim.
Búin að vera ágætis helgi. Skólapartý á föstudagskvöldið og partý á næsta gangi í blokkinni minni í gærkveld. Held að tónlistarsmekkur ungs fólks í dag sé að fara útí algera vitleysu. Eða þá að ég er að verða gömul. Nema hvuru tveggja sé.
Tókst að finna einn innfæddan í samkvæminu í gær. Annars voru þetta bara útlendingar. Og það voru örugglega 40-50 manns þarna. Sýnir kannski ágætlega hlutfall Útlendinga í námsmannahverfinu sem ég bý í. Þeir eru í yfirgnæfandi meirihluta. Þannig að hér skapast undarlegur menningarkimi, þar sem tungumálið sem notast er við, eru misskiljanlegar útgáfur af engilsaxnesku.
Síminn minn þolir ekki lyftuna í húsinu mínu. Hann dettur úr sambandi þegar inn í hana kemur, og tengist ekki símakerfinu aftur hjálparlaust. Það er fremur hvimleitt, þar sem lyftan er notuð í hvert skipti sem farið er inn og út úr húsi. Þegar maður býr á 9. hæð leggur maður ekki í stigana. Þannig að ef það er slökkt á símanum þegar þið reynið að hringja (mamma), þá er það sennilega af því að ég hef gleymt að hjálpa honum aftur í samband eftir lyftuferð.
Geymi yfirlit yfir námið þar til síðar (eða þangað til ég nenni að skrifa það).
<< Home