Monday, September 11, 2006

Hús datt

Var að tala við 2 stelpur á ganginum mínum (þær rússnesku og slóvakísku). Kom þá upp úr kafinu að þær bjuggu hér í annarri blokk í fyrra. Þegar ég innti þær eftir því af hverju þær hefðu flutt, kom í ljós að húsið sem þær bjuggu í hrundi! Ekki til grunna, en helmingurinn af gólfinu datt niður á næstu hæð um miðja nótt þannig að það leit einhvernveginn svona ⁄ út. Voru þá íbúarnir fluttir með snarhasti á hótel, og svo í nærliggjandi blokkir.

Svona lagað hélt ég nú bara að gæti ekki átt sér stað í hinum vestræna heimi.