Tuesday, September 05, 2006

Tímamót dagsins

Síminn minn er hættur að vera hræddur við lyfurnar í húsinu mínu.

Og það er komið ljós í dimmu lyftuna! Það er sko búið að vera myrkur í annarri lyftunni alveg síðan ég flutti inn. Svolítið sérstakt að vera í lyftu í niðamyrkri. Bara einn pínulítill rauður ljóshringur í kringum takkann sem maður ýtir á. Og ansi spes að vera í svona litlu rými í myrkri með bláókunnugu fólki sem kemur inn í lyftuna á leiðinni upp eða niður.

En nú er semsagt komið ljós í dimmu lyftuna.

Og mér tókst að laga prentarann minn alveg sjálf.

Þetta voru fréttir dagsins.