Upplýsingar fyrir bófa
Í gær tókst mér að fullvissa mig um það að þetta rosalega öryggiskerfi í skólanum er ekki að gera gagn. Gleymdi nefnilega lykilkortinu mínu heima, en komst allra minna leiða innan skólans (og inn í skólann) þrátt fyrir það. Bara spurning um að labba inn um allar dyr um leið og einhver annar. Gæti ekki verið minna mál á háannatíma. Kannski erfiðara á kvöldin og um helgar þegar færri eru á ferli. Það getur semsagt hvaða bófi sem er (ef hann er ekki þeim mun skuggalegri í útliti) labbað þarna inn og reynt að stela einhverju.
Í gær tókst mér líka að semja fyrsta raftónverkið mitt og setja það á geisladisk. Það er heilar 23 sekúndur.
Í dag er búin að vera sól og blíða og um tuttugu stiga hiti. Og ekkert lát virðist vera á góðviðrinu. Já, svona er í Útlandinu.
<< Home