Saturday, October 21, 2006

Komin aftur heim í Útlandið

Og var gaman á Íslandinu? JAHÁ!!!! Það var ótrúlega gaman. Helsti kostur þess að búa í Útlandi er einmitt að koma í heimsókn. Stanslaust stuð allan tímann sem maður er á landinu. Hefði reyndar viljað hitta fólk aðeins lengur (og suma hitti ég hreint ekki neitt).

Tókst að gramsa í geymslu systur minnar og hirða þar slatta af eigum mínum. Tókst ennfremur að selja þvottavélina mína. Tvisvar. Það var ekki gáfulegt.

Sveitin er góður staður. Og svo gleymdi ég (nennti ekki) að plögga lúð(r)asveitatónleikana á blogginu þannig að ég geri það bara núna:
Tónleikar Lúðrasveitar Reykjavíkur voru í Neskirkju kl. 19:30 sl. miðvikudag, 18. október. Þið misstuð semsagt af þeim.
En það komu samt margir þannig að þetta var alltílæ. Þetta voru líka skemmtilegir tónleikar, heyrðist mér á tónleikagestum. Passlega stuttir. Gaman að því. Og svo auðvitað partý eftir tónleikana (og öll hin kvöldin líka reyndar).

Takk kærlega fyrir samveruna allir. Sjáumst bráðum aftur.

Skilaboð til mömmu: Takk fyrir lopapeysuna. Hún er geðveikt flott og Sóleyju langar í alveg eins. Var að reyna að hringja í þig í gær og fyrradag, en þú svaraðir aldrei. Mættir hafa samband við tækifæri. Liggur samt ekkert á. Veit að þú ert upptekin við að passa smábarnið.