Tuesday, October 24, 2006

Píanó og kór

Það snýst flest um skólann og verkefni honum tengudum þessa dagana. Kannski ekkert skrítið þar sem ég stakk af í síðustu viku og það eru ekkert sérlega margar “venjulegar” kennsluvikur eftir fram að jólum. Fór í píanótíma í dag og bjóst við að fá loksins að sjá manninn sem á að kenna mér á píanó. En, nei. Það var enn afleysingakennari. Í þetta skipti strákurinn sem kenndi mér fyrst. Hann kennir djass, en ég var auðvitað ekki búin að æfa mig í því þar sem ég bjóst við manninum sem ku vera klassískt menntaður. Frekar fúlt. En nú veit ég allavega að djassstrákurinn verður líka næst.

Eyddi fyrri hluta kvölds á kóræfingu. Ekki til að syngja heldur kenna útlendingum íslenskan framburð. Bjóst við að þurfa að eyða hálfu kvöldinu í að tönglast á þ og ð. En þau kunnu það alveg, og heilmargt fleira. (Segir sitt um íslenskuáhuga hópsins að kórinn heitir Ginnungagap). Það var bara fátt sem þau kunnu ekki (t.d. ei, au, æ og ll) og þau voru fljót að læra það. Samt 1 sem fór dáldið í taugarnar á mér. Það er mjög í tísku meðal hérlenskra kórtónskálda að notast við texta úr Hávamálum og Völuspá. Finnst persónulega frekar asnalegt þegar fólk notar texta sem það kann ekki að bera fram og/eða skilur ekki. Og í dag fannst mér það alveg út í hött. Held nefnilega að drengurinn sem samdi lagið hafi ekki alveg skrifað textann réttan fyrir neðan lagið sitt (þetta var sko handskrifað), og ekki gat ég farið að “breyta” textanum sem gefinn var upp. Einn og einn stafur sem átti bara ekki heima í sumum orðum, þannig að sum orð/setningar meikuðu engan sens. Sumt fólk er fíbbl. Ef ég sem einhverntímann aftur kórlag ætla ég sko EKKI að nota Hávamál eða Völuspá.

Hitt íslenska lagið sem kórinn var að syngja er eftir Íslending. Það var rétt skrifað og ekki úr Hávamálum eða Völuspá. Húrra fyrir því.