Monday, October 09, 2006

Sveitin á föstudaginn

Ekki fannst bókin, þannig að ég stofnaði nýja. Held ég hafi ekki gleymt neinu sem skiptir máli.

Er allavega ekki búin að gleyma ferðalaginu á föstudaginn. Þá fer ég nefnilega í ferðalagið Osló-Keflavík-Reykjavík-Sveitin. Veit ekki hvar Sveitin er þannig að þetta er æsispennandi.

Verð á Íslandi í viku. Held ég sé búin að redda mér gistingu meðan ég er í Reykjavík (eða er það ekki Siggalára?). Ef ekki, þá reddast það eflaust. Ekkert stress.

Þessa vikuna er frí í skólanum og er það nýtt til lærdóms og verslunar á ýmsu smálegu í hin nýju híbýli. Ætla líka að hirða eitthvað af drasli úr geymslum systra minna í næstu viku, svo þær sitji nú ekki uppi með þetta til æviloka greyin.

Ísland á föstudaginn (ef ég verð ekki búin að týna flugmiðunum). Það verður stuð. Eða er það ekki krakkar?