Wednesday, October 11, 2006

Litlir miðar

Á morgun ætla ég að taka til. Tiltektin felst aðallega í því að henda fullt af litlum miðum sem liggja um alla pínulitlu íbúðina mína. Þegar ég týndi bókinni ákvað ég nefnilega að skrifa allt sem ég mundi á litla miða og dreifa þeim á mjög óskipulagðan hátt um alla íbúð. Ekki veit ég hvernig þetta átti að bæta skipulagið, en það hefur eflaust verið mjög göfug hugsun á bakvið þessar aðgerðir. Ætla líka að lesa á alla miðana til að gá hvort ég hafi gleymt einhverju. Alltaf gaman að komast að því eftirá að maður hafi gleymt einhverju geðveikt mikilvægu.

Á morgun ætla ég líka að pakka niður tannburstanum (og ekki mikið fleiru) fyrir ferðalagið og klára að semja 1 klarinettukonsert. Sjáum til hvort það takist. Getur verið flókið að pakka niður tannbursta.

Á föstudaginn (þrettánda) fer ég í flugvélina. Reikna með að taka rútuna frá Keflavík (nema einhver hafi gríðarlegan áhuga á að sækja mig) á BSÍ. Ef einhver vill sækja mig þangað (á BSÍ) má sá hinn sami það. En ég held að ég deyji nú ekkert af að labba þaðan og niðrí Hljómskála.

Verð í Sveitinni eftir 2 daga.

Hlakka til að sjá ykkur öll.