Friday, October 06, 2006

Hvar er bókin mín?

Bókin sem ég skrifa alla mikilvægu hlutina sem ég þarf að gera er horfin. Búin að leyta af mér allan grun á heimili mínu. Held ég hafi verið með hana í gær, en síðan þá er ég búin að vera á örugglega 20 mismunandi stöðum í bænum. Vona bara að Konan sem veit, viti um bókina mína. Annars veit ábyggilega enginn um hana. En hún kemur ekki í vinnuna fyrr en á mánudaginn. Held ég sé farin að þjást af minnisglöpum langt fyrir aldur fram. Ég er allavega farin að skilja dótið mitt eftir á ólíklegustu stöðum.

Er að reyna að muna hvort ég sé að gleyma einhverju sem stendur í mikilvægu bókinni, en man ekkert. Æ, æ. Ætli næstu dagar fari þá ekki bara í að rifja upp dagskrá þarnæstu daga.