Tuesday, October 03, 2006

Búin að flytja

Nýja heimilisfangið er:

Pilestredet 31, H0603
0166 Oslo
Norge

Og þá getiði farið að senda mér gjafir og póstkort.

Annars gekk bara furðu vel að flytja. Ekkert mál að flytja svona innanbæjar, en þetta er fyrsta reynsla mín af slíkum flutningum. Hef alltaf flutt milli landshorna eða landa. Kannski kominn tími til að flutningar komist upp í vana. Fór að telja og komst að því að nú er ég búin að flytja 11 sinnum á rétt rúmlega 7 árum. Það finnst mér dáldið mikið. En nú sýnist mér ég vera orðin nokkuð góð í því. Sem er gott.

Núna fer ég með sporvagninum í skólann, ekki lestinni eins og þegar ég bjó í gettóinu. Þannig að þetta er dáldið einsog að búa í Kardimommubæ.

Á morgun byrjar námskeið í tengslum við nútímatónlistarhátíðina sem haldin er þessa dagana í Oslo city. Þetta námskeið verður frá morgni til kvölds næstu 5 dagana.

Góða skemmtun ég.