Sunday, October 01, 2006

Útflutningspartýið

var í gær. Ansi skemmtilegt alveg hreint. Í samkvæminu hitti ég fólk frá Frakklandi, Póllandi, Sviss, Austurríki, Spáni, Ítalíu, Rúmeníu, Moldavíu, Slóvakíu, Rússlandi, Lettlandi, Íran, Sýrlandi, Japan, Mexíkó, Kólumbíu og Tasmaníu. Náði ekki að tala við alla, þannig að ég reikna með að þjóðernin hafi verið eitthvað fleiri. Svona er að búa í gettói.

Í dag er ég búin að vera rosa dugleg. Pakka niður öllu dótinu mínu og þrífa.

Alltaf gaman að flytja.