Tónleikar síðustu daga
hafa verið fjölbreyttir. Fór á tónleika 3 kvöld í röð.
Tónleikar 1:
Mámblásaraskólatónleikar. Ansi skemmtilegir. Skemmtilegt prógramm og hópur málmblásara getur varla hljómað illa. Og svo voru þau líka flink að spila.
Tónleikar 2:
Marimbuhljómsveit Guatemala. Mjög skondið að sjá 7 manns spila á tvær marimbur. Skil ekki hvernig þau fóru að því að vera ekki sífellt að rekast utaní hvert annað. Spiluðu Guatemalska þjóðlagatónlist, sem minnir mjög á íslenska gömludansatónlist. Bara spilað á marimbur í staðin fyrir harmonikkur.
Tónleikar 3:
Setningartónleikar Ultima, sem er árleg nútímatónlistarhátíð hér í borg. Sinfóníutónleikar þar sem flutt voru 3 nútímatónverk (þar af 1 eftir frystikistumanninn). Alveg ágætt. Held ég sé að verða betri í að hlusta á nútímatónlist. Það er gott. Skoðun mín á slíkri tónlist er þó ekkert að breytast. Ætla ekki að fara nánar út í þá sálma hér. Fannst aðallega skuggalegt hvað ég þekkti marga tónleikagesti. Gestir á þessum tónleikum voru þessir:
- Tónsmíðakennarar úr skólanum
- Nemendur úr skólanum
- Kennarar úr skólanum sem ég var í í fyrra
- Nemendur sem voru með mér í skóla í fyrra
- Allir núverandi nemendur skólans sem ég var í í fyrra (þekki þá reyndar ekki)
- Kóngurinn (þekki hann heldur ekki)
- Ýmsir áhangendur allra ofantaldra
- Og ekki mikið fleiri
Á morgun er það svo að pakka niður öllu draslinu sínu og þrífa holuna.
Flytja á mánudaginn.
<< Home