Wednesday, September 27, 2006

Dugleg eða ...

Byrjaði daginn á því að:

- Fara í skólann
- Vera í tónlistarsögutíma í 1,5 klukkutíma
- Koma heim úr skólanum
- Versla
- Setja í þvottavél
- Afla mér ýmissa praktískra upplýsinga vegna yfirvofandi flutninga

Þegar ég var búin að öllu þessu voru sambýlingar mínir flestir hverjir að dröslast á fætur.
Spuring hvort það er ég sem er svona dugleg eða hvort þau séu letihaugar.

Nú ég líka búin að hengja upp úr þvottavélinni og tónsmíða fullt. Og er að fara aftur í skólann að æfa mig á píanóið og kíkja kannski á eina tónleika.

Svona er ég nú dugleg.