Monday, November 26, 2007

Tilviljanir

Hver kannast ekki við að hitta ókunnugan aðila, spjalla aðeins við hann og komast að því að viðkomandi á ýmislegt sameiginlegt með þér. Rannsóknir hafa sýnt að á Íslandi eiga allir minnst 1 sameiginlegan kunningja. Sama hvursu ókunnugir aðilar annars eru.

Í útlöndum er þetta ekki svona. Maður reiknar aldrei með að eiga neitt sameiginlegt sem ókunnugum sem maður kynnist fyrir tilviljun. Hef hitt eina manneskju hér í Útlandinu sem ég á skuggalega margt sameiginlegt með.
Hér er (örugglega engan vegin tæmandi) listi yfir sameiginleg atriði með þessari manneskju:

- Við erum á svipuðum aldri.
- Hún býr í næsta nágrenni. Nánar tiltekið í húsinu handan götunnar.
- Hún er í námi sem ég hafði alveg látið mér detta í hug að leggja stund á (hljóðfæraviðgerðir).
- Við eigum báðar tvo saxófóna. Alt og sópran.
- Við höfum gengið í sama heimavistarskóla hér í Noregi, þó ekki á sama tíma.
- Þar höfðum við sama saxófónkennara (og auðvitað fleiri sameiginlega kennara).
- Í heimavistarskóla þessum er pláss fyrir rúmlega 150 íbúa. Við bjuggum í sama húsi, og í sama herbergi.
- Í dag spilum við saman lúðrasveit, og saxófónkvartett þar sem við skiptum bróðurlega með okkur sópran- og altsaxófónröddum.

Skemmtileg tilviljun.

Annars virðist þessi saxófónkvartett ætla að verða með aktívari saumaklúbbum, miðað við allar þær hugmyndir sem uppi eru fyrir framtíðina.
En nú er saumaklúbbur þessi lagstur í dvala þar til eftir áramót, vegna Íslandsfarar og handarbrots.