Thursday, April 24, 2008

Sumar

Skyndilega er komið sumar. Hér í Útlandinu byrjaði það reyndar á mánudaginn. Þegar ég slapp út af helgarfundinum var hitastigið skyndilega komið töluvert yfir 10 plúsgráður og sólin skein. Og þannig er veðrið enn. Finnst dáldið eins og ein árstíð hafi gleymst þetta árið. Fyrir nokkrum dögum var slydda.
Hvað varð um árstíðina vor?

Um leið og veðrið batnaði varð auðvitað fáránlega mikið að gera á mörgum vígstöðvum. Lokaverkefni í skólanum í hrönnum, lúðratónleikar á laugardaginn, bókasafns-suðtónleikar á mánudaginn (þá þarf ég að standa fyrir suði á bókasafninu í hálftíma, með tilheyrandi róti = hátalarar, snúrur og annað rafdót sem þarf að flytja milli húsa og tengja á viðeigandi hátt), tónlist fyrir ákveðið leikrit (er alveg að fara að lesa það Siggalára) skal semjast og hljóðfestast, og rétt áðan var fundur tónsmíðanema með Dananum. Og hann er þver. Býr til vandamál úr engu, túlkar námsskrána eftir eigin höfði (gerir undantekningar þegar honum sýnist o.s.frv.) og er á góðri leið með að ýta a.m.k. hluta málsins út af borðinu, áður en það kemst til umræðu í Allsherjarráði tónsmíðadeildar. Og hann ræður sko hvað er rætt þar og hvað ekki. En nú erum við, litlu tónsmíðanemarnir, allavega orðin sammála um að maðurinn er hálfviti. Byltingin heldur áfram. Reikna með að næsta skref verði að ræða málin við yfirmenn Danans. Rektor virkar fínn kall.
En byltingin verður sennilegast að bíða um sinn. Hin verkefnin verða að hafa forgang þrátt fyrir danska fíflið.

Lúðrafundurinn um síðustu helgi var ansi góður. Þar var sko ekki verið að búa til vandamál úr hlutnum. Atorkusamt fólk sem var tilbúið til að prófa hlutina til hins ýtrasta, áður en gefist er upp á verkefninu. Nema auðvitað Danirnir. Þeir voru meira í að reyna að búa til vandamál. Það var bara ekkert hlustað á þá í þessu samhengi.

Eins og sjá má er ég á góðri leið með að þróa með mér töluverða fordóma gagnvart dönsku þjóðinni heild sinni.
Danir eru greinilega bjánar.