Nýtt kort og fíkniefni
Fékk nýtt útlenskt debetkort í gær, í stað þess sem glataðist með veskinu í liðinni viku. Ansi hreint gott mál þar sem notkun íslenskra korta í útlöndum er ekki málið þessa dagana.
Fór í saxófónkvintettpartý í gærkveldi. Það var hressandi, en dagsformið er ekki alveg upp á sitt besta í dag, og afköstin eftir því.
Nú er þessi kvintett búinn að vera til í næstum heilt ár.
Svona fólk er í kvintettinum:
- Hljóðfærasmíðanemi
- Grafískur hönnuður
- Sveppafræðingur
- Starfsmaður í byggingavöruverslun
- og ég
Partýin eru oftast heima hjá sveppafræðingnum. Hann býr hinumegin við ána. Meðfram ánni stunda fíkniefnasalar viðskipti sín. Á leiðinni heim í gær var með einmitt boðið að versla fíkniefni. Ég afþakkaði það nú pent, þar sem mig vantaði ekki hass.
Annars er fullt að gera. Er náttúrulega í rúmlega fullu námi, ofvirkri lúðrasveit sem heldur tónleika mánaðarlega, saxófónkvintett sem vill helst eyða öllum sínum frítíma í að æfa saman og svo er ég líka með vinnuna frá í sumar með mér hér í Útlandinu. Og þar fyrir utan er maður auðvitað að skipuleggja eitt og annað. Stuð.
Vandamálin þessa dagana eru tvö:
a) Ég held ég sé að sofa of mikið.
b) Það eru of fáir klukkutímar til að gera allt sem maður vill.
Mig grunar að b) sé bein afleiðing af a).
Svona er maður nú klár.
En nú er ég farin að vinna.
<< Home