Saturday, September 27, 2008

Að tuða eða ekki tuða...

Þá er skólastarf komið á nokkuð gott ról, enda eins gott þar sem þriðjungur annarinnar er að baki. Miðað við þá staðreynd finnst mér nú ansi lítið hafa miðað í eigin afköstum, en það hlýtur að koma.

Fór á fund Dana-barnapíunnar í vikunni og kláraði byltinguna frá í fyrra. Það tók um hálftíma. Á næsta ári fáum við semsagt að velja fag sem miðar að samstarfi tónsmíða- og hljóðfæraleiksnema. Loksins. Frekar pirrandi hvað við eyddum miklum tíma í þetta í fyrra með takmörkuðum árangri, þar sem Daninn er fáviti, og fengum þetta fag því ekki í gagnið á þessu skólaári.

Gerði fyrsta max-verkefnið í dag. Tók ekki langan tíma, sem er gott. Er samt alvarlega farin að spá í að tuða yfir þessum max-kúrsi. Minn árgangur er jú að læra þetta í annað sinn, sem er ansi fúlt og bara tímasóun, en þau sem eru á fjórða ári eru að taka þennan (nánast) sama kúrs í þriðja sinn, sem þýðir að við að öllum líkindum að gera það líka. Þá er þetta orðið fáránlegt (nema fyrir þá sem vilja læra meiri í max-i, en þeir ættu þá að geta valið það sjálfir). Fer kannski með einni stelpu af fjórða ári og tuða, svona fyrst það er komið í ljós að það gæti borgað sig. Það er líklegra að það gerist eitthvað í málunum ef það fara fleiri saman að tuða.

Annars lítur út fyrir að flest fög ársins séu bæði gagnleg og skemmtileg, enda fékk maður nú tækifæri til að ákveða að einhverju leyti sjálfur hvað maður vildi læra.
Gott mál.