Friday, November 14, 2008

Tvær vikur

í jólafrí. Já, það byrjar snemma þegar engin eru prófin.
En það þarf bísna margt að gerast á þessum tveimur vikum. Allnokkur verkefni sem þarf að skila, og vinna sem þarf að vinna. Dagurinn í dag hefur farið í kvíðaröskun yfir verkefnamagni komandi tveggja vikna. Léleg nýting á tímanum það.
Og morgundagurinn fer í lúðraæfingu- og tónleika. Sá dagurinn mun því heldur ekki nýtast sem skildi.
Þá eru hreinlega ekkert mjög margir dagar eftir. Þarf jú eitthvað að mæta í skólann suma dagana og er búin að taka að mér afleysingakennslu í einn dag.
Held að restinni af þessum degi sé best varið í að gera plan fyrir næstu tvær vikurnar. Skriflegt.

Og það ætla ég að gera.

(Þetta var örnámskeið í skipulagningu)