Monday, November 17, 2008

Nýliðin helgi

Sjaldan hefur helgi farið jafn gjörsamlega í vitleysu.

Fyrri helmingur laugardags fór í lúðr.
Seinni helmingurinn fór í óhóflega drykkju. Þessi kreppa á Íslandi er alveg að gera úraf við mann í drykkjumálum. Hérlendir vilja vera góðir við fólk frá kreppulandinu og keppast því við að hella í mann áfengi (eins og maður hafi eitthvað gott af því...).
Sunnudagurinn fór að mestu í rúmlegu. Svakalegustu drykkjueftirköst í manna minnum. Engin uppköst þó.

Græddi þó aðeins meira en allt þetta áfengi á laugardagskvöldið. Tókst að finna traustan leigjanda í íbúðina mína meðan ég er íslendis í jólafríi, og skaffaði mér frímiða á Jethro tull tónleika næstkomandi laugardag. Ég heppin.

Finnst ég hafa komið út í plús eftir þessa helgi, þrátt fyrir sunnudaginn.