Wednesday, November 05, 2008

Kátína

Sæææll

Eru engin takmörk fyrir því hvursu latur maður getur verið?
Reyndi að semja lag í dag. Það gekk illa. Gengur bara betur næst (á morgun vonandi).
Jæja, ég reyndi allavega...

Horfði á Útsvarsþátt frá síðastliðnum föstudegi. Úrslitin komu svosum ekki mikið á óvart þar sem sigurliðið í þeim þætti virðist nokkurnvegin ósigrandi, ef ég þekki mannskapinn rétt.
Það sem vakti mesta kátínu hjá undirritaðri var leiksigur Stefáns nokkurs Boga. Hélt ég myndi kafna úr hlátri þegar hann lék plötuspilara, og ekki var kátínan minni þegar geisladiskurinn var tekinn fyrir. Snilld.
Á sennilega eftir að flissa innra með mér næstu dagana.

Já, það þarf greinilega lítið til að kæta mann þessa dagana. Enda sól úti.