Monday, November 10, 2008

Tvær eilífðir

Fór í næstsíðasta Dana-talninga-tímann í dag. Hann var ansi lengi að líða, að venju. En nú er bara einn eftir (þ.e. þrír óendanlegir klukkutímar).
Uppáhaldstalan mín á dönsku er átta. Hún er nefnilega borin fram "oooooðe", á meðan aðrar tölur eru bara með einn sérhljóða í röð. Skemmtilegt.
Undir lok tímans komu nokkrir menntaskólanemar að fylgjast með. Það er opin vika í skólanum, og þá koma krakkar í heimsókn sem hafa hug á að sækja um nám í skólanum. Efast um að þessi grey hafi áhuga á því eftir heimsókn í þennan tíma... og þó. Þau flissuðu nú eitthvað yfir Dananum.

Eftir þessa þrjá óendanlegu tíma, tók við hópverkefni sem unnið var í samvinnu við tvo bekkjarfélaga, og sameiginlegan vin okkar allra, Max. Það tók aðra þrjá óendanlega klukkutíma. En við kláruðum allavega verkefni vikunnar, sem á ekki að skila fyrr en á fimmtudaginn, og er ég því hæstánægð með árangur dagsins.

Þrátt fyrir að hann hafi tekið tvær eilífðir.