Saturday, September 16, 2006

Þjóðhátíðardagur Mexíkó

var í gær. Fagnaði þeim tímamótum með innfæddum hér í gettóinu. Þarlenskir héldu teiti í næstu blokk, og gestir og gangandi kölluðu “Viva Mexikó” fyrir neðan svalir samkvæmishúsnæðisins (sem var á 3. hæð í 11 hæða blokk). Við mikinn fögnuð annarra íbúa hússins.

Áðan kláraði ég að lesa bók. Það tók ca. 1 ár að lesa þessa bók. Lestrarhraði á heimilinu er gríðarlegur. Og Stebbi Kóngur kann sko að skrifa langar bækur.