Tuesday, September 19, 2006

Skilaboð til símnotenda

sem ef til að reyna að hafa samband við undirritaða símleiðis í náinni framtíð.

Síminn minn hefur komið sér upp afar sjálfstæðum vilja uppá síðkastið. Það nýjasta er að stundum virðist hann ekki vilja taka á móti símtölum eða sms-skilaboðum. Hann gefur hinum grunlausu íhringjendum þær upplýsingar að það sé slökkt á sér eða hann utan þjónustusvæðis, þó svo að sú sé alls ekki raunin. Ég get hins vegar bæði hringt og sent skilaboð. Þannig veit ég ekki þegar síminn virkar bara í aðra áttina. Þetta var hins vegar mjög auðvelt að laga. Þurfti bara að slökkva og kveikja á blessuðu símtækinu.

Ef þið lesendur góðir, sem reynið að hringja, verðið uppvís af því að það er slökkt á símanum í lengri tíma (lengri tími = 6 klukkutímar), vinsamlegast látið mig vita með aðstoð tölvupósts, eða athugasemdar á bloggi þessu.

Með fyrirfram þökk