Wednesday, September 20, 2006

Smá um skólann

Í dag kom Rússi í skólann. Rodion Schedrin. Hann er tónskáld. Veit ekki hvort hann er frægur, en hann átti frægan vin sem hét Dmitry Schostakovich. Reikna með að Rodion þessi verði frægur þegar hann deyr. Var með afar áhugaverðan fyrirlestur um hvernig lífið gekk fyrir sig í Rússlandi um og eftir heimstyrjöldina síðari.

Hafði nú eiginlega hugsað mér að gefa ítarlega skýrslu um námið, en ætli það fái ekki að bíða enn um sinn. Ekki alveg allt komið á hreint ennþá, en það ætti að gerast á allra næstu dögum.

Í gær fór ég í fyrsta píanótímann minn í nýja skólanum. Kennarinn búinn að vera veikur frá upphafi skólaárs, og verður það eitthvað áfram, þannig að það var fenginn afleysingakennari. En afleysingakennarinn komst ekki í gær, þannig að það var fenginn afleysingakennari fyrir afleysingakennarann til að kenna þennan eina dag. Afleysinga-afleysingakennarinn var fínn og ákvað að ég ætti að læra að spila djass. Þannig að það lærði ég í gær. Á hálftíma.

Það er oft gaman í skólanum. Nánar um það síðar.