Sunday, September 17, 2006

Merkisdagur

Í dag er ég búin að búa í Gettói Útlandsins í nákvæmilega 1 mánuð.

Í dag eru 2 vikur þar til ég flyt í miðborgina.

Í dag hefur faðir vor náð 60 ára aldri. Til hamingju með það.
Hann heldur upp á áfangann með að stunda nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Geri alveg ráð fyrir að feta í fótspor hans, og vera enn í námi um sextugt (með einhverjum hléum kannski.

Þegar ég verð sjötug ætla ég svo að stofna rokkhljómsveit á elliheimilinu. Þeir sem vilja mega vera með. Pant spilá bassa/túbu.

Eftir mánuð verð ég á Íslandi.