Monday, September 29, 2008

Króna = Jen

Tékkaði á gengi hinnar íslensku krónu áðan. Sæææll, þarf eitthvað að ræða þetta eða?

Og nú á íslenska ríkið, semsagt við, meirihlutann í banka sem verslar með þvísemnæst verðlausan gjaldmiðil. Frábært.
Til að ráða bót á því er verið að reyna að fá frændur okkar Norðmenn til að leggja sparifé sitt í Glitni. Jebb, Útlendingar vilja örugglega láta banka sem er ný-"næstum því farinn á hausinn" geyma péningana sína... eða ekki. Útlendingar eru kannski engar mannvitsbrekkur, en kommon! Það er enginn svona heimskur.

Kannski maður fari að fara að góðum ráðum; fá sér vinnu erlendis og senda péning heim til ættingjanna. Það gerir fólk frá fátæku löndunum.

Góðu fréttirnar eru þær að í dag er rosa auðvelt að reikna út hvað dót kostar í Bandaríkjunum og Japan. Maður bætir við tveimur núllum á bandarískt dót og japanska jenið er jafn verðlítið og íslenska krónan. Pæliði í því.