Wednesday, October 29, 2008

Bláa Vélsagarhænan og Herra Korps

Þegar ég leit út um gluggann í morgun var kominn ponsulítill snjór. Agalega jólalegt. Yfirleitt kemur vetur í Útlandinu 1. nóvember, en þetta er örugglega innan skekkjumarka.

Er á góðri leið með að verða alþjóðlegt lúðrasveitanörd. Búin að koma mér í stjórn í tveimur lúðrasveitum, sem staðsettar eru í sitthvoru landinu. Og komandi helgi mun eytt á vesturströndinni á einhverjum ofur-lúð(r)a fundi.

Tók að mér nýtt gæludýr á aðalfundi Útlanda-lúðrasveitarinnar um helgina. Það er appelsínugult og heitir Herra Korps. Þar með er Bláa Vélsagarhænan loksins búin að eignast vin.