Gósentíð
hjá fjölmiðlafólki og táknmálstúlkum.
Hvað var eiginlega í fréttum áður en kreppan skall á? Man það einhver? Og má það ekki koma í fréttirnar aftur? Nú vita allir að efnahagsástandið er afar slæmt. Íslenskir ráðamenn hamast við að hvetja menn til að panikkera ekki. Til hvers ætti fólk líka að vera að panikkera? Það er ekki eins og það bæti ástandið í heiminum.
Þetta fer allt einhvernvegin, og aldrei verr en illa.
Ég mæli með fréttaflutningi af einhverju öðru en efnahagsástandinu.
Til dæmis kindum. Þær eru oft skemmtilegar.
Annars er bara nokkuð hresst að vera í Útlandinu.
<< Home