Sunday, October 12, 2008

Lúðraferðin

var sérdeilis skemmtileg. Fórum og heimsóttum aðra lúðrasveit í litlum bæ. Hingað til hef ég talið Lúðrasveit Reykjavíkur afar heppna að eiga sitt eigið húsnæði, en lúðrasveit sú sem heimsótt var í gær hafði gert sér lítið fyrir og keypt gamalt félagsheimili fyrir nokkrum árum og gert upp. Þar með komu þau sér upp eigin æfinga-, tónleika- og partýhúsnæði. Með bar í andyrinu og alles. Ótrúlega flott húsakynni.

Sögusagnir herma að Íslendingar séu lagðir í einelti í Útlöndum (þá sér í lagi á Bretlandseyjum) vegna bágrar stöðu íslenskra banka erlendis. Því er nú öfugt farið í mínu Útlandi. Allavega kepptust menn við að bera áfengi í aumingja litla Íslendinginn.
Ölvunarstig gærkveldsins var samkvæmt því.