Wednesday, October 01, 2008

Helmingi

Venjulega labba ég í skólann, en í dag fékk ég far. Það er svosum ekkert í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að fararskjótinn var reiðhjól. Tveggja manna reiðhjól. Skólafélagi minn var semsagt á leið í skólann með laust pláss á hjólinu sínu. Mér fannst þetta nú ekkert frábær hugmynd til að byrja með, þar sem öll leiðin í skólann er uppávið. Komst þó fljótlega að því að það er helmingi auðveldara að hjóla tveir. Og maður kemst helmingi hraðar.

Talandi um helmingi. Í dag er íslenska krónan helmingi minna virði en hún var í upphafi árs, miðað við flesta erlenda gjalmiðla sýnist mér. Hinn fullkomni tími fyrir túrista að skella sér til Íslands. Allt ótrúlega ódýrt.

Þannig er nú það.