Friday, October 10, 2008

Þrennt

Númer eitt:
Mikið er rætt um kreppuástand. En er ekki óþarfi að tala um ástandið eins og heimurinn sé að farast í þessum töluðu orðum. Maður spyr sig...

Númer tvö:
Þessar vikurnar er hin óbærilega leiðinlega nútímatónlistarhátíð þeirra Norðmanna í fullum gangi. Tók þá heilbrigðu ákvörðun að sniðganga hana að mestu (þó það væri eiginlega skylda að mæta). Ákvað að eigin geðheilsa væri mikilvægari. Hátið þessi (sem er aðallega saumaklúbbur nokkurra tónskálda-sérvitringa hér ytra) hækkaði ekki í áliti hjá undirritaðri þegar áreiðanlegar upplýsingar fengust um að hátíðin fær sextíu og tvær milljónir norskra króna árlega. Í íslenskum krónum talið eru það um það bil milljón trilljón skrilljónir, miðað við gengi dagsins. Jahérnahér...

Númer þrjú:
Morgundeginum mun varið í lúðraferð-tónleika-partý. Jeij...