Saturday, October 25, 2008

Lítið um blogg

= lítið að gerast.
Samt alveg eitthvað, en ég nenni ekki að skrifa neitt að viti núna. Kannski á morgun.
Hér kemur því blogg um veðrið.
Það er sennilega það sem ég á eftir að sakna hvað mest þegar ég flyt frá Útlandinu. Veðrið. Hér er enn hálfgerð sumarblíða, á íslenskan mælikvarða, þósvo nóvember sé rétt handan við hornið. Hiti kringum tíu gráður og oftar en ekki sól. Stundum er reyndar rigning, en það er alltílæ. Þá fer maður bara út með regnhlífina. Það virðist nefnilega ekki vera búið að finna upp rok í Útlandinu. Alltaf jafn dásamlegt að vakna á morgnana, og það er logn. Alltaf. Og orðið bjart úti (nema maður vakni ókristilega snemma).
Í nótt fæ ég aukaklukkutíma til að það haldi nú örugglega áfram að vera bjart þegar ég vakna á morgnana.
Hversu frábært er það?

Gleðilegan vetur.