Friday, October 17, 2008

Sérfræð

Byrjaði þessa skólavikuna á að sofa yfir mig. Í fyrsta skipti í áraraðir.
Og nú er vikan búin.
Greinilega ekki margt markvert sem gerðist þarna á milli.

Er aðeins búin að fylgjast með fréttum að heiman, þarf jú að geta svarað spurningum Útlendinga um ástandið heimafyrir.
Finnst íslenska þjóðin vera að eyða ansi miklu púðri í að tala um sökudólga. Hvað er til dæmis málið með Bretland? Sérfræðingar að kanna möguleika á lögsókn þeim á hendur? Hver myndi græða á því? Þeir sem hafa efni á dýrari lögfræðingum kannski? Og það er ekki Ísland. Það þarf engan sérfræðing til að sjá það. Þar með hefði íslenska þjóðin getað sparað sér þá sérfræðiaðstoð.

Ókei, kannski voru Bretar vondir að setja á okkur hryðjuverkalög, en hvernig væri nú að líta í eigin barm. Ég man ekki betur en Tyrkir hafi verið réttdræpir á Íslandi fyrir rétt rúmum áratug. Ekki fóru þeir að grenja og hóta málsóknum. Vildu samt ekki koma og etja kappi við Íslendinga á heimavelli. Eðlilega. Nú hafa þessir sömu Tyrkir fengið sæti í ákveðnu öryggisráði. Ekki Íslendingar. (Ögn réttlátt þar sem Íslendingum yfirsást að tryggja öryggi Tyrkja á Íslandi þar til fyrir fáeinum árum.)

Hvaða lærdóm má draga af þessu?
Hætta að grenja yfir því hvað allir eru vondir við mann og gera eitthvað í eigin málum.

Það þarf heldur engan sérfræðinga til að sjá það.