Tuesday, July 24, 2007

Heimsfrægðin

kemur í bakið á manni hérna í sveitinni.

Var í smá viðtali í Hlaupanótunni á rás 1 í gær, og næstkomandi sunnudag ætla Sóley og Þórunn Gréta að spila Lambakjötssónötuna, í Egilsstaðakirkju klukkan tvö.

Nóg að gera í hinum dreifðari byggðum landsins.

Saturday, July 07, 2007

Að loknum ferðalögum

Jæja.

Þá er liðin tæp vika frá því að pakkað var upp úr ferðatöskunni. Eftir rúmlega sex vikna ferðalag. Það er langur tími í ferðatösku. Ferðalagið hljóðaði uppá:
Osló-Reykjavík-Egilsstaðir-Reykjavík-Vestmannaeyjar-Reykjavík-Tjörn (eyja undan vesturströnd Svíþjóðar)-Gautaborg-Kaupmannahöfn-Reykjavík-Egilsstaðir. Dvalið var á hverjum stað í ca. 2 – 7 daga í senn.

Nú mun ég hins vegar dvelja í foreldrahúsum (meira eða minna) það sem eftir er sumars. Komst reyndar að því að skólinn byrjar aftur viku fyrr en ég hélt, þannig að þangað verður haldið upp úr miðjum ágústmánuði. Áður en að því kemur verða eyjar Vestmanna heimsóttar að tilefni þjóðhátíðar þarlendra.

Annars hefur ótrúlega margt skemmtilegt gerst á öllum þessum ferðalögum, en ég nenni bara ekkert að segja frá því hér. Reikna með að taka blogghlé það sem eftir lifir sumars, nema mér detti eitthvað frábært í hug. Efast reyndar um að neinn kíki á þessa síðu lengur vegna langvarandi bloggleti fyrri part sumars.

Að lokum:
Ljótu hálfvitarnir eru frábær hljómsveit (og hafa að öllum líkindum fundið besta hljómsveitarnafn í heimi).