Friday, August 28, 2009

Ísland á morgun

USA á mánudaginn

Wednesday, August 26, 2009

Tilvonandi ferðalög

Það er voða gaman í skólanum. Einstaklega margir fundir skipulagðir þessa vikuna, sem flestir eru á morgun. Í mörg horn er að líta þessa dagana þannig að nú líður mér soldið einsog hausinn á mér sé að springa úr upplýsingum.

Brátt er þessum tveimur og hálfri viku á heimili mínu hér í Útlandinu lokið. Gott að vera heima, en frá og með laugardegi hef ég öðrum hnöppum að hneppa. Í 6 vikur eða svo.

Þessum hnöppum skal hneppt:

Eftir stutta viðkomu í heimalandinu skal haldið til Bandaríkja Norður-Ameríku í poppstjörnuleik. Þar mun verða dvalið í um 5 vikur og tónleikar spilaðir á eftirtöldum stöðum:

2. sept. Seattle, Washington
4. sept. Tacoma, Washington
5. sept. Spokane, Washington
7. sept. Moscow, Idaho
8. sept. Billings, Montana
9. sept. Oakes, North Dakota
10. sept. Minneapolis, Minnesota
12. sept. Hamtramck, Michigan
13. sept. Madison, Wisconsin
14. sept. Racine, Wisconsin
16. sept. Chicago, Illinois
17. sept. Oshkosh, Wisconsin
18. sept. Pittsburgh, Pennsylvania
19. sept. Brooklyn, New York
20. sept. New York
22. sept. Washington DC
25. sept. Omaha, Nebraska
26. sept. Arvada, Colorado
29. sept. San Diego, California
30. sept. Los Angeles, California
1. okt. Highland Park, California
3. okt. Eugene, Oregon
4. okt. Portland, Oregon

Á öllum þessum tónleikum mun ég koma fram sem bassa- og túbuleikari með hljómsveitinn The Foghorns. Ef þið eruð í nágrenni við þessa staði á þessum tímum, endilega kíkið á tónleika. Allar nánari upplýsingar um hljómsveitina og alla þessa tónleika má finna á mæspeis-síðu hljómsveitarinnar. Eins sýnist mér að enn sé verið að bæta við tónleikum, þannig að fylgist með ef þið eruð stödd í USA.

Monday, August 24, 2009

Skólinn byrjaði í dag

Jibbíjeij!

Alltaf gaman að byrja í skólanum. Hann byrjar æfinlega með hátíðlegri athöfn þar sem margir flinkir spila á hljóðfærin sín og nokkrir kallar halda ræður, oft skemmtilegar. Í dag fengu líka nokkur fólk afhent rauð prik og blóm í tilefni nýfengra doktorgráða. Og svo sungu allir viðstaddir saman eitt lag við fagran orgelundirleik. Magnað þegar 400 manns, sem allir geta sungið, syngja saman. Af krafti...

Sýndist annars ekkert margt vera að gerast þessa vikuna, en það breyttist. Í marga fundi með öllum mögulegum og ómögulegum, og tímum með öllum einkakennurunum mínum (þremur). Eins gott þar sem ég verð bara í skólanum þessa eina viku. Eftir hana tekur við 6 vikna hlé þar sem öðrum verkefnum verður sinnt.

Saturday, August 15, 2009

Dagurinn sem hvarf

var í dag.

Hvert fórstu dagur?

Friday, August 14, 2009

Núna, sko, núna

er kominn tími til að gera eitthvað að viti.
En ætli það fái ekki að bíða til morguns. Í dag er of gott veður og á morgun er spáð rigningu.

Sumarið var afkastamikið.
Helsta afrekið var sundferðir, ekki ein heldur þrjár! Þar af tvær í sömu viku. Hef ekki farið í sund í mörg ár og telst þetta því til ótrúlegs afreks.
Sundlaugar prófaðar:
- Á Sauðárkróki
- Í Þjórsárdal
- Á Suðureyri við Súgandafjörð

Ferðalög sumarsins voru mörg.
Staðir heimsóttir (ekki í þessari röð):
- Vestfirðirnir, tvisvar
- Egilsstaðir city, tvisvar
- Vestmannaeyjar
- Sólheimar á Grímsnesi
- Flatey á Breiðafirði
- Stykkishólmur, o.fl. á Snæfellsnesinu
- Siglufjörður, o.fl. á Norðurlandinu
- Hálendið (Sprengisandur er grá leið)
- Höfuðborgarsvæðið, oft
og örugglega eitthvað fleira sem ég er að gleyma.

Nú er ég tekin til við að tuða í skólanum, þó það hafi alls ekki verið ætlunin.
Í samtali við Hæstráðanda kom í ljós að ég fæ allt sem ég vil (jess), en svo þurfti ég endilega að reka augun í að eitthvað valfag er ekki alveg eins og það á að vera (bömmer), og þurfti auðvitað endilega að skipta mér af því.
Og ég sem ætlaði að einbeita mér að því að tuða ekki neitt.
En jæjajæja.
Svonerettabara.
Sumir VERÐA að tuða yfir einhverju.

Wednesday, August 12, 2009

Aftur í Norge

Komin aftur til Noregs eftir sumardvöl á Íslandi og vikustoppi í Svíþjóð.
Búið að vera fáránlega gaman í allt sumar.
Það tekur á að hafa gaman.
Svaf í 14 tíma í nótt og reikna með að fara snemma að sofa í kvöld.
Við taka fáeinar vikur af praktískum hlutum áður en næsta ferðalag hefst.
Meira um það síðar.

Monday, August 03, 2009

Farin

aftur til Útlanda.

Takk fyrir sumarið!

Meira blogg eftir svona viku.