Thursday, June 22, 2006

Jæja

Svo virðist sem þessi bloggsíða sé orðin aðallega til að tilkynna um staðsetninu. Enda ekkert vit í að blogga þegar maður getur hitt alla Íslenskumælandi einstaklinga nánast hvenær sem er.

Staðsetning næstu 2 mánuði (nema annað verði tilkynnt): Reykjavík, Ísland

Blogga þegar mér dettur eitthvað sniðugt í hug.

Gleðilegt sumar

Monday, June 19, 2006

Komin aftur frá Englandi

Þar var gaman.

Gott að vera kominn heim.

Það var ekki gaman í vinnunni í dag (að raða endalaust mörgum 78 snúninga plötum oní kassa uppí hillu).

Verður vonandi skemmtilegra á morgun.

Hvað geta verið til margar 78 snúninga plötur í heiminum.

Thursday, June 08, 2006

Farin til Englands

að vinna sem túbuleikari og rótari.
Kem aftur 16. júní. Seint.

Bless á meðan

Monday, June 05, 2006

Góð helgi

og plötuvinnan varð skyndilega ótrúlega skemmtileg á föstudaginn. Fékk að klippa plast, taka myndir og hlusta á furðulega tónlist, sem er örugglega ekki til á mikið fleiri stöðum en þarna í vinnunni. Hlustaði meðal annars á rússneska popptónlist og gulu plötuna. Við fundum sko eina plötu sem er alveg gul. Bæði platan og umslagið, og urðum náttúrulega að setja hana á fóninn eingöngu af þeirri ástæðu.

Fór í Pink Floyd partý uppí Árbæ með nördunum á föstudaginn. Það var fróðlegt og fínt. Þaðan hélt ég svo í bæinn. Kom snemma heim (þ.e. snemma næsta morgun) eftir að hafa hitt talsvert af áhugaverðu fólki. Furðulegt lið sem er úti svona árla morguns. Vildi reyndar ekki betur til en svo að það var byrjað að bora í næsta húsi álíka snemma um morguninn, þannig að það var ekki mikið sofið þann morguninn. Fór í þynnkupartý í næsta hús og dottaði yfir einni verstu mynd sem ég hef augum barið.

Þar sem mér datt ekkert sérstakt í hug að gera á laugardaskvöldið ákvað ég að skella mér til Grindavíkur með hljómsveit sem ég þekki. Alltaf gaman að skreppa út á land. Þessi ágæta hljómsveit fékk frábæra hugmynd að lagasyrpu til heiðurs Bubba Mortens (sem á afmæli bráðum) og Pink Floyd (hvers meðlimur mun heimsækja land vort innan tíðar).

Þessa lagasyrpa átti að bera nafnið “Wish you were stál og hnífur”. Snilld.