Wednesday, June 30, 2010

Í sumarfríi

Vúhú!

Er stödd í foreldrahúsum þessa dagana eftir afstaðið nám ytra. Vantar enn stað að búa á í höfuðborginni, ef einhver er með tillögur að slíku.

Hugmyndin var að hafa það rólegt í foreldrahúsum þessa vikuna, en æsingurinn varð óvart meiri en til stóð. Foreldrarnir drógu mig með út um allar trissur um helgina, og ég fór á 2 tónleika. Gaman að því.
Með foreldrunum fór ég m.a. að skoða hið nýja Alnotahús að Skriðuklaustri. Það er ekki alnota. Í besta falli einnota myndi ég segja: Upplýsingamiðstöð fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Innanhúss var hægt að á upplýsingar og skoða dót tengt svæðinu. En húsið er ljótt að utan og steinsteypa að innan. Var í alvörunni ekki hægt að nota peningana í eitthvað gáfulegra en þetta? Vantaði hús á svæðið?
Nei.
Þetta er bara ljótt og peningasóun.
Ég er hneyksluð.

Foreldrarnir voru bara þokkalega sáttir við að fá mig í heimsókn, en rúmum sólarhring eftir að ég koma á svæðið varð vart við aðeins fleiri gesti innanhúss. Ekki alveg eins velkomna. Þeir gerðu sig heimakomna í þvottahúsinu. Mjög áhugavert var að fylgjast með þessum nýju ábúendum, en þeim var sópað út rúmum einum sólarhring eftir komu þeirra.
Það var semsagt geitungabú í þvottahúsinu. Meindýraeyðirinn sem kom sagðist aldrei hafa séð slíkt innanhúss áður, og var því ákaflega spennandi að fá að taka þátt í útrýmingunni sem sérlegur aðstoðarmaður Flugumannsins. Útrýmingin tók um klukkutíma, og er þetta einn sá mest spennandi klukkutími sem ég hef upplifað í lengri tíma (og örugglega mun meira spennandi en HM-leikurinn sem ég missti af meðan á þessu stóð).

Svona er í sumarfríi.

Friday, June 04, 2010

Auglýsingar

Auglýsing 1:
Útskriftartónleikar mánudaginn 14. júní. Allir að mæta (sem eru í Osló þann daginn).

Auglýsing 2:
Vantar stað að búa á miðsvæðis í Reykjavík frá ca. 1. júlí.