Sunday, January 31, 2010

Enn í Finnlandi

Þá er ég búin að dvelja í Finnlandi í eina viku og einn dag, og líður soldið einsog ég hafi búið á hóteli hér í Lahti alla ævi. Mikið og stíft prógramm alla daga, þannig að maður er orðinn ansi rækilega þreyttur.
Í dag var hitastigið komið upp í -1 gráðu. Alveg hitabylgjuveður miðað við hvernig veðurfar hefur verið síðustu vikuna. Sennilega í fyrsta skipti sem mér hefur fundist frost og snjókoma verulega gott veður.
Þá er komið að hinni hefðbundnu tómstund á fríkvöldi í Finnlandi. Spila á spil.

Wednesday, January 27, 2010

Í Finnlandi

er kalt.

Einmitt þegar hitastigið í Norge var orðið vel þolanlegt (einungis nokkrar gráður í mínus), var maður sendur í 25 stiga frostið hér í Lahti. Þegar horið frýs hratt og örugglega í nösunum á manni lengst uppí nefinu, þá eru greinilega meira en 20 gráður í mínus. Og þannig er það búið að vera síðan ég kom hingað á laugardaginn. Samkvæmt spám er gert ráð fyrir að hitinn fari upp fyrir -10 um helgina. Það verður nú hlýtt og notalegt. Það er mun meiri munur á -20 og -10 en ég hélt.
Þetta voru helstu fréttir af veðri.

Annars er það helst að frétta að það er fáránlega mikið að gera á þessu námskeiði sem ég var send á hérna í Finnlandinu. Erum í skólanum frá 10-18 alla þá daga sem hér er dvalið (förum til baka á miðvikudaginn), og þar fyrir utan eru einhver verkefni sem þarf að gera og fólk sem þarf að tala við. Ekkert djók sko. Og þetta er námskeið í viðskiptum... eða eitthvað þannig. Þetta fer í meginatriðum þannig fram að maður var í upphafi settur í hóp með 6 ókunnugum, og á einni viku eigum við að búa til vöru eða þjónustu, sem við eigum svo að selja einhverjum alvöru aðila (ekki tilbúnum viðskiptavini). Hvernig þetta kemur mínu eiginlega námi við er óljóst, en ég ákvað að líta á þetta sem ágætis tilbreytingu (jákvæðnin í farteskinu) og geri nú viðskipta- og markaðsáætlanir í samvinnu við fólk sem hefur vit á svoleiðis hlutum.
Norski hópurinn var með tónleika í gær. Þar var m.a. frumflutt 1 eftir mig. Gekk rosa vel. Afskaplega flinkir hljóðfæraleikarar og söngvarar með í för.

Hér er semsagt ágætlega gaman, en alltof kalt og alltof mikið að gera.

Er þess vegna ekki búin að drekka neitt vodka (en soldið af bjór reyndar) og ekki búin að fara í neitt sána (en bún að komast að því að í Finnlandi eru 2.000.000 sánu á þessa 5.000.000 manns sem hér búa).

Friday, January 22, 2010

Til Finnlands

jáókei
ég næ ekkert ad gera allt í thessari viku.

Á morgun er thad Finnland, hvar ég mun dvelja í 11 daga. Ef einhver tharf naudsynlega ad ná símasambandi vid mig verd ég væntanlega med íslenska númerid. Svo held ég ad thad sé líka internet í Finnlandi.

Saturday, January 16, 2010

Allt að gerast

Jæja já og jæja

Hélt einhvernvegin að það yrði minna að gera svona síðustu önnina í þessu blessaða námi. Það virðist hafa verið misskilningur.

Þetta þarf ég að gera í vikunni:

-Tónsmíða 1 flautukonsert
-Mæta í skólann
-Læra heima (ekki í forgangi)
-Æfa með Finnlandsförum
-Hitta slagverksleikara
-Hitta klarinettuleikara
-Æfa með lúðrasveitinni
-Skrifa nokkrar umsóknir
-Gera byltingu
-Fara til Finnlands

Best að drífa í þessu.

Saturday, January 09, 2010

Er kalt?

Já.

Hef komist að hver helsti munurinn á 10 stiga frosti og 20 stiga frosti er. Horið frýs helmingi hraðar í nösunum á manni í 20 stiga frosti. Svo er líka dáldið kalt inni.

Soldið bjánalegt að flytja frá köldu landi til ískalds lands, en þetta er nú ekkert alslæmt. Það er t.d. ekki rok og frekar bjart yfir, svona yfir hádaginn allavega. Og hér talar fólk ekki miki um æseif. Sá nú samt Steina fjármálaráðherra í fréttunum hérna í gær. Hann var m.a. spurður að því af fréttamönnum, af hverju almenningur á Íslandi ætti að borga fyrir klúður nokkurra manna. Hann svarði: "Lífið er ekki alltaf réttlátt". Gott svar.

Er annars búin að gera fullt síðan ég kom, og ekkert bólar á eftirjólaþunglyndi. Sennilega sökum annríkis. Mætti voða mikið í skólann í vikunni og spilaði á tveimur jólatréskemmtunum. Þar af annarri í fjármálaráðuneytinu.

Wednesday, January 06, 2010

Ár ferðalaga

Þá er komið nýtt ár. Til hamingju með það.
Á slíkum tímamótum er við hæfi að líta aðeins yfir nýliðið ár. Þegar ég hugsa til baka finnst mér eitt hafa einkennt þetta ár í mínu lífi umfram annað. En í þessu tilviki er 1 = margt:
Ferðalög.
Og þá hefst tölfræðileg samantekt á ferðalögum ársins 2009.

Lönd sem dvalið var í:
Noregur = 171 dagur eða 47%
Ísland = 138 dagar eða 38%
Bandaríkin = 37 dagar eða 10%
Svíðþjóð = 7 dagar eða 1,9%
Ítalía = 5 dagar eða 1,3%
Þýskaland = 4 dagar eða 1%
Tékkland = 3 dagar eða 0,8%
+ 1 millilending í Danmörku

Flugferðir milli landa = 13
Lestarferðir milli landa = 3

Fjöldi gististaða = 37
(hér er átt við fjölda borga/bæja/sveita sem gist var í)

Tókst síðastliðið sumar að ferðast um nánast allt Ísland. Þessi svæði voru heimsótt:
-Austurland
-Uppsveitir Suðurlands
-Vestmannaeyjar
-Höfuðborgarsvæðið
-Snæfellsnes
-Flatey
-Vestfirðir, tvisvar
-Norðurland
-Miðhálendið

Eins tókst mér að rúnta um stóran hluta Bandaríkjanna, en það hef ég talið upp áður og nenni ekki að gera það aftur.

Þetta ár virðist ætla að byrja á sipuðum nótum. Er búin að fara eina ferð milli landa, og sú næsta er fyrirhuguð eftir 17 daga, þegar Finnland verður heimsótt. Í eina 12 daga skilst mér.