Yfirleitt mætir veturinn í Útlandinu stundvíslega 1. nóvember. Ekkert bólar hins vegar á honum þetta árið.
Veðurspá næstu vikuna: Rigning
Það er semsagt enn haust um ófyrirséða framtíð.
Er hálfnuð með önnina. Þessi önn er afar stutt frá mínum bæjardyrum séð. Skóli í 3 vikur. Frí í eina (vikuna sem byrjar á morgun). Og svo aftur skóli í 3 vikur. Þá er komið jólafrí.
Áætluð koma til Ísalands: 27. nóvember.
Það er eitthvað að gera í skólanum. Samt ekkert svo mikið. Aðallega er maður að brasa við að klára að semja allt fyrir lokatónleika. Stefnan er að klára það fyrir áramót, og nota síðustu önnina til að tjilla... eða eitthvað.
Það er líka eitthvað að gera í lúðrasveit. Spiluðum í afþreyingarkeppni í gær. Skemmtum okkur ákaflega vel. Settum höfuðáherslu á búninga og sviðsframkomu, þar sem æfingar á tónleikaprógramminu voru í færra lagi. Þrjár. Það virkaði ágætlega. Lentum í 2. sæti. Ég spila semsagt í næstskemmtilegustu lúðrasveitinni í Útlandinu.
Næstu tónleikar eru eftir 2 vikur. Og 3 æfingar. Ekkert verið að spandera alltof mörgum æfingum fyrir hverja tónleika.
Þetta var skýrsla dagsins.