Af fréttaflutningi Útlendinga
Það er eldgos.
Nánast ekkert annað hefur verið í fréttum hér ytra síðustu daga. Kannski ekkert skrítið. Norðmenn ferðast mikið og nú er ekkert hægt að fljúga.
Útlendingum þykir líka ákfalega mikilvægt að dramtísera fréttir óhóflega. Nú er fjallað um mögulegar eiturgufur og það að Íslendingar bíði skjálfandi á beinunum eftir Kötlugosi. Á íslenskum fréttamiðlum er lítið sem ekkert hægt að finna um eiturgufur og Kötlugos. Hvaðan fá þessir Útlendingar sínar hugmyndir eiginlega? Hér er semsagt allt gert til að búa til múgæsing. Ég reyni að láta lítið á mér bera, því spurningar sem maður fær sem Íslendingur á förnum vegi eru beinlínis fáránlegar. "Er ástandið ekki alveg hræðlegt á Íslandi?" eða eitthvað álíka. Margir sennilega sannfærðir um að íslenska þjóðin sé að deyja úr eiturgufum og Kötlugosi.
Þvílíkt bull.
Svo eru aðrir sem finnst pínu kúl að það sé ekki hægt að fljúga. Minnir fólk á að sumir hlutir eru ekki sjálfgefnir.
Annars held ég að fólk sé dáldið fegið að það sé yfirleitt eitthvað í fréttum. Hér ríkir eilíf gúrka. Fyrir nokkrum vikum var aðlafréttin buxur krullu-liðsins (krulla er íþróttin þar sem einn maður kastar einhverju drasli á svelli og hinir í liðinu sópa). Nýju buxur liðsins voru með marglitu blómamunstri, en þóttu ekki nógu norskar í útliti til keppni á erlendri grundu. Þetta var margra daga frétt. Buxur skipta máli í heimi krullu. Greinilega stórfrétt hér á ferð.
Annars er ekkert margt að frétta. Ein vika búin af skólanum eftir páskafríið. Og svo kemur frívika. Einhver risa-alþjóðleg fiðlukeppni í skólanum. Verður reyndar eitthvað minni en upphaflega var áætlað. Sumir keppendur komast ekkert á staðinn útaf einhverju eldgosi = ekkert flogið.
Mitt markmið er að vera ekki ótrúlega löt í frívikunni. Margt sem þarf að gera, en líka mikið frí = nógur tími. Lúxusvandamál.